Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. apríl 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hefur enn áhuga á Oblak - Óvissa með Cavani
Powerade
Jan Oblak, markvörður Atletico.
Jan Oblak, markvörður Atletico.
Mynd: Getty Images
Ibrahima Konate.
Ibrahima Konate.
Mynd: Getty Images
Oblak, Konate, Kabak, Vestergaard, Icardi, Johnstone og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Manchester United hefur enn áhuga á slóvenska markverðinum Jan Oblak (28) hjá Atletico Madrid og sagt er að hann sé opinn fyrir því að fara til United. (90min)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir enn óljóst hvort Edinson Cavani (34) verði áfram hjá félaginu á næsta tímabili. (Manchester Evening News)

Tottenham hefur áhuga á tyrkneska miðjumanninum Orkun Kökcu (20) hjá Feyenoord en fær samkeppni frá Arsenal. (Mail)

Liverpool getur keypt franska U21 landsliðsvarnarmanninn Ibrahima Konate (21) fyrir minna en 40 milljónir evra. (Bild)

Ralp Hasenhuttl segir að Southampton muni gera allt sem það getur til að halda danska miðverðinum Jannik Vestergaard (28) hjá félaginu. Tottenham hefur áhuga. (Daily Echo)

Tyrkneska félagið Galatasaray hefur boðið varnarmanninum Patrick van Aanholt (30) hjá Crystal Paalce þriggja ára samning. Hollendingurinn verður samningslaus eftir tímabilið. (Sky Sports)

Liverpool er tilbúið að nýta sér klásúlu um kaup á tyrkneska varnarmanninum Ozan Kabak (21) sem er á lánssamningi frá Schalke. Mikil ánægja er með hans frammistöðu. (90min)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það myndi ekki trufla sig ef argentínski framherjinn Sergio Aguero (32) fer í annað enskt úrvalsdeildarfélag þegar hann yfirgefur Etihad leikvanginn. (Sun)

Argentínski sóknarmaðurinn Mauro Icardi (28) hyggst yfirgefa Paris St-Germain í sumar. (L'Equipe)

Tottenham er að vinna kapphlaupið um enska markvörðinn Sam Johnstone (28) hjá West Bromwich Albion. (ESPN)

Crystal Palace vill að Eddie Howe, fyrrum stjóri Bournemouth, taki við stjórnartaumunum af Roy Hodgson. (Football Insider)

Southampton hefur áhuga á Harry Winks (25), miðjumanni Tottenham. (Football Insider)

Frank Lampard, fyrrum stjóri Chelsea, segist hafa hafnað spennandi tilboðum en hlakki til að taka við nýju liði. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner