Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mið 10. apríl 2024 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍA fær Lilju Björk heim og bandarískan sóknarmann (Staðfest)
Paoletti mætt til Íslands.
Paoletti mætt til Íslands.
Mynd: ÍA
Mynd af Lilju Björk frá því í maí 2022.
Mynd af Lilju Björk frá því í maí 2022.
Mynd: ÍA
ÍA tilkynnti á dögunum að Juliana Marie Paoletti hefði samið við félagið út komandi tímabil. Hún er fædd árið 2001.

„Juliana er góður sóknarsinnaður leikmaður, hún er klók með gott auga fyrir spili ásamt því að vera góð að klára færin sín," segir í tilkynningu ÍA.

Hún kemur úr Bandaríska háskólaboltanum þar sem hún spilaði með Saint Mary Catholic Central. Þar spilaði hún á 5 tímabilum 72 leiki, skoraði í þeim 38 mörk og var fyrirliði síns liðs. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir ÍA á föstudag þegar ÍA gerði 2-2 jafntefli við Aftureldingu í B-deild Lengjubikarsins.

Á varamannabekknum í þeim leik var Lilja Björk Unnarsdóttir sem er komin með leikheimild með ÍA eftir að hafa leikið einn leik með Álftanesi í vetur og Selfossi og Aftureldingu síðasta sumar.

Hún er fædd árið 2006 og lék sinn fyrsta keppnisleik í meistaraflokki árið 2021 með ÍA. Hún á að baki fjórtán leiki fyrir unglingalandsliðin og í þeim hefur hún skorað tvö mörk.

Félagið tilkynnti svo í dag að Vala María Sturludóttir væri búin að skrifa undir nýjan samning við félagið. Vala, sem fædd er árið 2008, lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2022 og vann sér inn sæti í liðinu í fyrra. Hún á þá að baki tvo leiki fyrir U16.

ÍA fór upp úr 2. deild síðasta sumar og mætir Grindavík í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar þann 6. maí.


Athugasemdir
banner
banner