Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 10. maí 2021 08:00
Victor Pálsson
Forseti Bayern útilokar að dýrir leikmenn séu á leiðinni
Mynd: Getty Images
Bayern Munchen mun ekki kaupa dýra leikmenn næsta sumar að sögn forseta félagsins, Herbert Hainer.

Bayern mun að öllum líkindum vinna þýska meistaratitilinn á tímabilinu en gengið í Meistaradeildinni var ekki svo gott þar sem liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum.

Hainer er ánægður með leikmannahóp liðsins og býst ekki við að dýrir leikmenn muni semja fyrir næstu leiktíð.

„Við munum bæta við hópinn en við munum ekki kaupa dýra leikmenn," sagði Hainer.

„Við erum með ótrúlega sterkan hóp, við erum með ungt lið sem er afar efnilegt. Ég hef engar áhyggjur. Ég sé ekki af hverju við ættum að kaupa dýrt."

„Við viljum vera með besta hópinn. Raunveruleikinn er að þú þarft að hugsa um fjárhaginn líka. Það er ekkert leyndarmál að COVID-19 hafði mikil áhrif."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner