Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 10. maí 2021 18:00
Elvar Geir Magnússon
Hótar að vísa Juventus úr ítölsku deildinni
Gabriele Gravina.
Gabriele Gravina.
Mynd: Getty Images
Gabriele Gravina, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, segir að Juventus verði vísað úr ítölsku A-deildinni ef félagið dregur sig ekki úr áætlunum um að spila í Ofurdeildinni.

Juventus, Real Madrid og Barcelona eru einu félögin sem hafa ekki formlega dregið sig úr Ofurdeildinni. Þau gáfu út sameiginlega yfirlýsingu um helgina þar sem þau gagnrýndu „óásættanlega pressu og hótanir" ef þau myndu ekki yfirgefur Ofurdeildina.

Gravina staðfesti í dag að Juventus fái ekki að spila í ítölsku A-deildinni á næsta tímabili ef félagið yfirgefur ekki keppnina.

„Þegar félög samþykkja að taka þátt í ítölsku deildinni þá samþykkja þau ákveðið fyrirkomulag. Ef Juventus fer ekki eftir reglum þá verður félagið bannað úr deildinni," sagði Gravina á fréttamannafundi.

„Ég sá áhyggjufulla stuðningsmenn í morgun en alli verða að virða reglurnar. Níu félög ákváðu að segja sig úr áætlunum um Ofurdeildina. Það eru enn þrjú eftir. Ég vona samt að leyst verði úr þessum ágreiningi sem fyrst."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner