Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. maí 2021 11:15
Elvar Geir Magnússon
Ný reglugerð hefur tekið gildi - Fleiri áhorfendur leyfðir
Úr stúkunni á leik FH og Vals í gær.
Úr stúkunni á leik FH og Vals í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í nýrri reglugerð sem tók gildi í dag eru gerðar tilslakanir á íþróttastarfi. Heimilt er að hafa að hámarki 150 manns í hverju rými á áhorfendasvæðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Að hámarki má hafa þrjú rými fyrir áhorfendur í hverri stúkubyggingu. Mörg félög geta því tekið á móti 450 áhorfendum.

Breiðablik og FH eru hinsvegar með fleiri en eina stúku og geta því mögulega náð enn fleiri áhorfendum.

Fyrir þessar tilslakanir máttu að hámarki vera 200 áhorfendur á hverjum leik.

Í nýju reglugerðinni er gerð krafa um að allir gestir séu sitjandi og skráðir í númeruð sæti. Allir gestir eiga að nota andlitsgrímu nema þegar neytt er drykkjar- eða neysluvöru.

Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. einn metri. Komið verði eins og kostur er í veg fyrir frekari hópamyndun fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Þá er sala eða boð um veitingar ekki heimil í hléi. Börn fædd 2015 og síðar verða áfram undanþegin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner