Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 10. maí 2021 15:15
Elvar Geir Magnússon
Solskjær: Ekki kenna mér um
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær segir að það sé ósanngjarnt að skella skuldinni á sig ef hálfgert varalið mætir til leiks gegn Leicester á Old Trafford annað kvöld.

United stillti upp sterku liði gegn Aston Villa á sunnudaginn en Solskjær mun líklega gera fjölmargar breytingar fyrir leikinn gegn Leicester áður en hann stillir upp fleiri burðarleikmönnum gegn Liverpool 48 klukkustundum síðar.

Staðan hefur skapað umræðu um sanngirnina í ensku úrvalsdeildinni þar sem Leicester og Liverpool eru meðal liða sem berjast um að enda í topp fjórum.

Solskjær telur sig ekki eiga annarra kosta völ en að dreifa álaginu eftir að enska úrvalsdeildin raðaði þremur leikjum United á fimm daga tímabil, strax eftir að liðið spilaði undanúrslitaleik í Evrópudeildinni gegn Roma síðasta fimmtudag.

„Þegar rætt er um sanngirni og heildini deildarinnar þá þýðir ekki að kenna mér um þegar ég þarf að gera breytingar. Það er nauðsynlegt að breyta því það fer illa með leikmenn að láta þá spila alla fjóra leikina. Ég þarf að forgangsraða," segir Solskjær.

„Ég vildi að ég gæti sagt: Förum á fullu í alla leikina! En það er bara ómögulegt. Það er of mikil hætta á því að leikmenn meiðist."

Solskjær ætlar að funda með læknum og sjúkraþjálfurum áður en hann velur liðið fyrir morgundaginn en búast má við því að einhverjir ungir og efnilegir leikmenn fái tækifærið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner