Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 10. maí 2022 18:28
Brynjar Ingi Erluson
Breiðablik fær Anítu frá Víkingi (Staðfest)
Aníta Dögg spilar með Breiðabliki í sumar
Aníta Dögg spilar með Breiðabliki í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aníta Dögg Guðmundsóttir er gengin í raðir Breiðabliks frá Víkingi en hún mun berjast við Telmu Ívarsdóttur um markvarðarstöðuna í sumar.

Aníta, sem er fædd árið 2000, er uppalin í FH og steig sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins árið 2015 og spilaði 41 deildarleik með liðinu áður en hún samdi við Víking fyrir tveimur árum.

Á síðasta ári spilaði hún 10 leiki með Víkingum í Lengjudeildinni en er nú mætt aftur í efstu deild.

Hún er gengin í raðir Breiðabliks og berjast við Telmu um markvarðarstöðuna en hin unga og efnilega Dísella Mey Ársælsdóttir hefur verið á bekknum í upphafi tímabilsins.

Aníta á að baki 18 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur þar að auki spilað 75 meistaraflokksleiki þrátt fyrir ungan aldur.

Blikar hafa byrjað tímabilið ágætlega, unnið tvo og tapað einum í fyrstu þremur leikjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner