Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   mið 10. maí 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Di Maria: Titill sem vantar í safnið hjá mér
Vill vera áfram
Mynd: EPA
Angel Di Maria ætlar sér ekki að yfirgefa Juventus eftir tímabilið og það mun ekki spila inn í ákvörðun hans hvort liðið nái Meistaradeildarsæti. Samningur hans rennur út eftir tímabilið en möguleiki er á að hann verði framlengdur.

Argentínumaðurinn sat fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Sevilla í Evrópudeildinni annað kvöld. Um er að ræða fyrri leik liðanna í undanúrslitum keppninnar.

„Ekkert getur breytt hvernig ég sé það, hvort sem við förum í Meistaradeildina eða ekki, það skiptir ekki máli."

Di Maria hefur unnið flest allt í boltanum, en hefur ekki unnið Evrópudeildina.

„Það er rétt, þetta er keppni sem ég hef einungis einu sinni tekið þátt í, þegar ég var hjá Benfica. Þetta er titill sem vantar og ég er fullur einbeitingar á þessa keppni. Allir titlar eru mikilvægir."

„Varðandi framtíðina? Við höfum rætt hana, ég og þeir sem ráða, í smá tíma núna, en ég er með einbeitinguna á leiknum gegn Sevilla."


Di Maria er 35 ára og kom frá PSG eftir síðasta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner