Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 10. júní 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Alfreð: Ætlum að verða Íslands og bikarmeistarar
Alfreð fagnar bikarmeistaratitlinum í fyrra.
Alfreð fagnar bikarmeistaratitlinum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta kemur ekkert rosalega á óvart. Þetta er nokkuð eðlileg spá held ég," sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfyssinga, en bikarmeisturunum er spáð 3. sæti í Pepsi Max-deild kvenna í sumar í spá Fótbolta.net. Stefnan er sett mjög hátt á Selfossi í sumar.

„Markmiðin okkar í sumar eru klár. Við ætlum að verða Íslands og bikarmeistarar," sagði Alfreð.

Clara Sigurðardóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Tiffany McCarty og Kaylan Marckese hafa gengið til liðs við Selfoss í vetur.

„Ég er ánægður með liðsstyrkinn sem við höfum fengið vetur. Við erum mjög sátt með liðsstyrkinn sem við höfum fengið í Clöru, Önnu Björk, Dagnýju, Tiffany og Keylan. Þetat eru stórir postar sem hjálpa okkur vonandi að ná því sem við erum að gera," sagði Alfreð sem er ennþá með augun opin fyrir liðsstyrk. „Það gæti verið að við fáum einn eða jafnvel tvo leikmenn."

Selfoss mætir Fylki í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar á laugardaginn. „Ég held að deildin verði mjög skemmtileg og jöfn. Ég á ekki von á því að það fari eitthvað lið taplaust í gegnum þessa deild. Liðin verða að taka stig af hvort öðru. Þetta verður mjög skemmtilegt og áhugavert sumar," sagði Alfreð að lokum.

Draumaliðsdeild 50skills
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild 50skills. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner