Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. júní 2021 09:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
4 af stóru 6 vilja Ben White - Lampard aftur í viðræður við Palace
Powerade
Ben White
Ben White
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling
Raheem Sterling
Mynd: Getty Images
Hvað gerir Lampard?
Hvað gerir Lampard?
Mynd: Getty Images
Fimmtudagsslúðrið má sjá hér að neðan. Það er tekið saman af BBC og í boði Powerade.



Chelsea vill fá Achraf Hakimi (22) frá Inter. PSG hefur einnig áhuga. (Times)

Ef Chelsea kaupir Hakimi þá er félagið opið fyrir að selja Callum Hudson-Odoi (20) eða Tino Livramento (18). Aston Villa hefur áhuga. (Guardian)

PSG fylgist með Ousmane Dembele (24) sem á ár eftir af samningi hjá Barcelona. (Marca)

Barcelona metur hvort það eigi að kaupa Raheem Sterling (26) frá City ef Dembele framlengir ekki. (Sport)

Ef viðræður Jadon Sancho (21) og Dortmund við Manchester United sigla í strand þá gæti United einbeitt sér að Hudson-Odoi, Dembele eða Cristiano Ronaldo (36) hjá Juve. (Mail)

Rafael Benitez gæti tekið við sem stjóri Everton. (Mail)

Lionel Messi (33) hefur rætt við Inter Milan um að ganga í raðir félagsins. (Miami Herald)

Neymar (29) var fastur á því þegar hann skrifaði undir nýjan samning að Kylian Mbappe (22) yrði ekki seldur í sumar. (AS)

Tottenham er í viðræðum um kaup á Marcus Thuram hjá Gladbach. (RMC Sport)

Harry Winks (25) gæti verið á förum frá Tottenham. (Football Insider)

David de Gea (30) býst við að vera hjá Man Utd lengur en út sumarið. (Sun)

Arsenal, Liverpool, Tottenham og Man Utd hafa öll áhuga á Ben White (23) hjá Brighton. (Mirror)

Frank Lampard er aftur kominn inn í myndina hjá Crystal Palace eftir að viðræðurnar við Nuno Santo sigldu í strand. (Mirror)

Porto er líklegast til að kaupa Marko Grujic (25) frá Liverpool en Serbinn var á láni hjá Porto á síðasta tímabili. Félög frá Þýskalandi og Ítalíu hafa einnig áhuga. (Athletic)

Angus Gunn (25) er nálægt því að ganga í raðir Norwich frá Southampton. (Athletic)

Andrea Belotti (27) er efstur á óskalista Jose Mourinno hjá Roma. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner