Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. júní 2021 15:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnhildur hrósar yngri leikmönnum í hástert og finnst gaman í „skítavinnunni"
Icelandair
Af landsliðsæfingu í dag
Af landsliðsæfingu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég geri það með bros á vör
Ég geri það með bros á vör
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marta í landsleik á Laugardalsvelli
Marta í landsleik á Laugardalsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Orlando Pride í bandarísku atvinnumannadeildinni, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag.

Á morgun fer fram fyrri vináttuleikurinn gegn Írlandi í þessum landsleikjaglugga.

Kalt en alltaf gaman í landsliðinu
Hvernig er að vera komin til Íslands frá hitanum í Florida?

„Mér er svolítið kalt akkúrat núna, það var rigning á æfingu en það er gott að vera komin heim og loksins að spila á Laugardalsvelli. Ég held að hópurinn sé tilbúinn í þetta og mér finnst alltaf svo gaman að vera með landsliðinu, það er bara þannig.”

„Mér finnst Steini búinn að leggja áherslu á hvernig við viljum spila, ég held að allar séu tilbúnar að vera í sama bát og róa í sömu átt. Ég er mjög ánægð með allar í liðinu.”


Eru geggjaðar fyrirmyndir
Margir leikmenn hafa haldið út í atvinnumennsku síðasta árið og eru þær margar í kringum tvítugt. Hvernig finnst þér að sjá ungu leikmennina fara út í atvinnumennsku og ná þessum árangri sem þær eru búnar að ná?

„Mér finnst það geggjað, mér finnst það geggjað fyrir yngri kynslóðina sem kemur í kjölfarið. Þær eru að setja standard, þora að fara út og eru geggjaðar fyrirmyndir.”

Koma með gæðin og tempóið á æfingu
Gunnhildur var spurð út í aukin gæði á æfingum, fleiri leikmenn komnir í atvinnumennsku. Finnur hún fyrir auknum gæðum á æfingum?

„Já, ég finn það. Það munar rosalega á góðu tempói og í góðum gæðum. Koma svo hingað með það tempó og þau gæði, mér finnst það bara gott. Geggjað að hafa þessar ungu stelpur í svona góðu umhverfi úti.”

Bætingar fylgjast aukinni pressu
Sérðu miklar framfarir hjá einstaka leikmönnum?

„Já, algjörlega en satt að segja hefur mér alltaf fundist þær rosalega góðar. Þær eru að taka næsta skref, það er meiri pressa í þeim liðum sem þær eru í núna og með því koma bætingar. Mér finnst þær hafa bætt svakalega í því umhverfi og koma hingað og lyfta okkar upp sem hóp.”

Fjölskyldan hálf stúkan
Fyrsta sinn í tæp tvö ár verða áhorfendur á vellinum, hvernig leggst það í þig?

„Ég held að fjölskyldan mín sé hálf stúkan. Það verður gaman að spila aftur fyrir framan áhorfendur, það er alltaf stemning að spila fyrir framan íslenska áhorfendur.”

Geggjað lið og eru í toppsætinu
Hvernig hefur þetta farið af stað úti í Orlando?

„Bara mjög vel, þetta er samansafn af nýjum stelpum og stelpum sem hafa verið þarna lengi. Við erum í fyrsta sæti, gengur ágætlega og erum taplausir. Það eru fimm leikir búnir og þetta er langt tímabil. Ég er mjög ánægð þarna, þetta er geggjað lið og ég get ekki kvartað.”

Alltaf hægt að læra af gæðaleikmönnum eins og Mörtu
Stærsta nafnið í liðinu er líklega brasilíska Marta sem hefur verið einn af bestu leikmönnum heims í áraraðir. Hvernig er að spila með slíkum gæðaleikmanni?

„Marta er gæðaleikmaður og eiginlega allt liðið í heild – fullt af gæðaleikmönnum. Maður getur lært endalaust af þeim og þótt ég sé búinn að vera að þessu mjög lengi þá er alltaf hægt að læra af þeim. Það er mjög gaman og þær setja ákveðinn standard."

„Ég er mjög ánægð, ég er búin að spila alla leiki og okkur gengur vel. Ég er sátt og ég get bætt mig ennþá meir í þessu umhverfi. Mjög heppin að vera í liði þar sem eru gæðaleikmenn sem geta gert mig ennþá betri. Þjálfarinn er frábær og aðstæðurnar eru geggjaðar.”


Gaman að vera í skítavinnunni
Gunnhildur getur bæði spilað í bakverðinum og á miðjunni, hvar finnst henni best að spila?

„Ég er sátt hvar sem er. Ég vil vera inn á vellinum og er þar sem þjálfarinn vill að ég spila. Ég er upprunalega miðjumaður og líður kannski best þar en hef líka rosalega gaman af hægri bakverðinum, sérstaklega þegar maður fær að fara upp og niður völlinn."

„Ég er búin að spila síðustu fjóra leiki á miðjunni og hef mjög gaman af því, maður er þar í skítavinnunni og það er bara gaman. Ég spila bara þar sem þjálfarinn villa að ég geri og geri það með bros á vör,”
sagði Gunnhildur.

Gunnhildur er 32 ára gömul og á að baki 78 landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner