Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 10. júní 2021 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus að stela Memphis frá Barca
Mynd: Getty Images
Ítölsku risarnir í Juventus eru að stela Memphis Depay undan nefinu á Barcelona samkvæmt hollenskum fjölmiðlum.

Memphis verður samningslaus eftir þrjár vikur og virtist vera á leið með samlanda sínum Georginio Wijnaldum til Barcelona.

Wijnaldum fór þó ekki til Barca þar sem Paris Saint-Germain bauð honum talsvert betri samning.

Nú virðist það sama vera að gerast með Memphis sem hefur verið algjör burðarstólpur í liði Lyon undanfarin fjögur ár. Hann er með þriggja ára samningstilboð frá Barca liggjandi á borðinu en fjölmiðlar í Hollandi segja tilboð Juventus vera talsvert hærra. Hjá Juve myndi Memphis þéna þrjár milljónir evra aukalega á hverju ári.

Memphis hefur verið í fantaformi undanfarin ár og er búinn að skora 18 mörk í síðustu 30 landsleikjum - auk þess að hafa skorað 76 mörk í 178 leikjum með Lyon og átt 56 stoðsendingar.

Sjá einnig:
Barcelona að bjóða Memphis þriggja ára samning

Athugasemdir
banner
banner
banner