Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 10. júní 2021 21:09
Victor Pálsson
Lengjudeildin: Ótrúlegur sigur Fjölnis gegn Víkingum - Fram valtaði yfir Selfoss
Lengjudeildin
Fred fagnar gegn Selfossi í dag.
Fred fagnar gegn Selfossi í dag.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Davíð skoraði tvennu.
Davíð skoraði tvennu.
Mynd: Hulda Margrét
Fram er algjörlega óstöðvandi í Lengjudeild karla þessa dagana en liðið er á toppi deildarinnar eftir fyrstu sex leikina.

Fram vann sannfærandi 4-0 sigur á Selfoss í dag og er með fullt hús stiga á toppnum með markatöluna 19:3.

Fred Saraiva hefur verið afar öflugur fyrir Fram í sumar og skoraði hann fyrstu tvö mörk liðsins í sigrinum.

Kórdrengjum tókst að leggja lið Gróttu á Domusnova-vellinum en þar unnu heimamenn 2-1 sigur eftir dramatík.

Davíð Þór Ásbjörnsson gerði bæði mark Kórdrengja en það seinna kom í uppbótartíma til að tryggja sigurinn.

Víkingur Ólafsvík var svo nálægt sínum fyrsta sigri er liðið mætti Fjölni og var lengi með 1-0 forystu. Dramatíkin var svakaleg á Extra vellinum.

Þoleifur Úlfarsson skoraði mark Víkinga á 39. mínútu en Ragnar Leósson jafnaði síðar metin fyrir Fjölni þegar fjórar mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma.

Það reyndist ekki síðasta mark leiksins en á 96. mínútu skoraði Hilmir Rafn Mikaelsson annað mark Fjölnis til að tryggja ótrúlegan 2-1 heimasigur.

Þróttur og Grindavík áttust þá við í fimm marka leik þar sem Grindvíkingar fögnuðu 3-2 sigri.

Selfoss 0 - 4 Fram
0-1 Frederico Bello Saraiva ('11 )
0-2 Frederico Bello Saraiva ('30 )
0-3 Albert Hafsteinsson ('50 )
0-4 Guðmundur Magnússon ('69 )

Kórdrengir 2 - 1 Grótta
1-0 Davíð Þór Ásbjörnsson ('14 )
1-1 Pétur Theódór Árnason ('19 )
2-1 Davíð Þór Ásbjörnsson('93)

Fjölnir 2 - 1 Víkingur Ó.
0-1 Þorleifur Úlfarsson ('39 )
1-1 Ragnar Leósson ('94 )
2-1 Hilmir Rafn Mikaelsson ('95 )

Þróttur R. 2 - 3 Grindavík
0-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('23 )
1-1 Daði Bergsson ('37 )
1-2 Oddur Ingi Bjarnason ('54 )
1-3 Laurens Willy Symons ('74 )
2-3 Samuel George Ford ('93 , víti)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner