fim 10. júní 2021 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lyon fær Henrique og Da Silva (Staðfest)
Mynd: EPA
Franska félagið Lyon er byrjað að styrkja sig fyrir átök næstu leiktíðar en liðið endaði í fjórða sæti á nýafstaðinni leiktíð, sjö stigum eftir toppsætinu.

Lyon er búið að krækja í tvo menn á frjálsri sölu á upphafsdögum sumargluggans. Félagið er búið að staðfesta komu vinstri bakvarðarins Henrique og miðvarðarins Damien Da Silva.

Henrique er 27 ára gamall Brassi sem losnar undan samningi hjá Vasco da Gama í ágúst.

Da Silva er 33 ára Frakki sem hefur leikið fyrir Rennes undanfarin ár við góðan orðstír.

Henrique skrifar undir fjögurra ára samning við Lyon og á að fylla í skarð Maxwel Cornet sem verður líklegast seldur í sumar. Cornet hefur verið fastamaður í liði Lyon undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner