Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 10. júní 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eriksen útilokar að fara til Sádi-Arabíu - „Hef ekki áhuga"
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sádi-Arabía heillar ekki alla. Nýlega sagði Kevin De Bruyne, ein stærsta stjarna ensku úrvalsdeildarinnar, að það yrði erfitt að hafna risatilboði frá Sádi. Christian Eriksen er ekki sama stjarna og hann var upp á sitt besta en hann er samningsbundinn Manchester United fram á næsta sumar.

Hann byrjaði einungis tólf leiki í úrvalsdeildinni á tímabilinu og hefur verið orðaður í burtu frá United í sumar. Hann hefur útilokað að hann muni fara til Sádi-Arabíu þó að stórt tilboð komi þaðan.

Vegna ummæla De Bruyne var Eriksen spurður út í sína sýn á deildinni í Sádi-Arabíu.

„Ég hef aldrei fengið tilboð frá Sádi-Arabíu, og ég hef sett hlutina þannig upp að það verður ekki haft samband," sagði Eriksen. „Ef umboðsmaður minn hefur sagt eitthvað þá hef ég alltaf sagt að ég vilji ekki vita hvað það sé því þetta er eitthvað sem ég hef ekki áhuga á."

„Ég get skilið að það getur mjög erfitt að segja nei ef þú sérð hversu miklir peningar eru í spilunum, en ég reyni bara að hunsa þetta algjörlega svo ég komist ekki að því hversu mikið gæti verið í boði. Ég er ekki að fara þangað,"
sagði Eriksen sem er nú að undirbúa sig fyrir EM með danska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner