Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   mán 10. júní 2024 20:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hollendingar fóru illa með Íslendinga í Rotterdam
Icelandair
Xavi Simons kom Hollendingum yfir
Xavi Simons kom Hollendingum yfir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Holland 4 - 0 Ísland
1-0 Xavi Simons ('22 )
2-0 Virgil van Dijk ('49 )
3-0 Donyell Malen ('79 )
4-0 Wout Weghorst ('90 )
Lestu um leikinn


Ísland tapaði gegn Hollandi í vináttulandsleik ytra í kvöld.

Íslenska liðið sinnti varnarvinnunni nokkuð vel í fyrri hálfleik en hollenska liðinu tókst að brjóta múrinn þegar Xavi Simons kom boltanum í netið og skoraði þar með sitt fyrsta landsliðsmark.

Snemma í síðari hálfleik fengu Hollendingar hornspyrnu og Íslendingunum gekk illa að koma boltanum í burtu. Það nýtti Virgil van Dijk sér og hann bætti öðru markinu við.

Stefán Teitur Þórðarsson var nálægt því að koma Íslandi á blað þegar hann átti skot af löngu færi en boltinn hafnaði í stönginni. Stuttu síðar átti Sverrir Ingi Ingason skalla rétt framhjá.

Donyell Malen gerði svo út um leikinn þegar hann komst einn í gegn eftir glæsilega sendingu frá Memphis Depay. Memphis skoraði svo sjálfur stuttu síðar en markið dæmt af þar sem boltinn fór í hönd Hollendings í aðdragandanum.

Það var síðan Wout Weghorst sem innsiglaði sigur Hollendinga með marki í uppbótatíma.


Athugasemdir
banner