Leicester City, sem situr þessa stundina í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, er sagt vera að skoða þann möguleika að kaupa Luka Jovic frá Real Madrid.
Jovic hefur langt í frá sýnt mikið í hvítu treyjunni en hann var keyptur frá Eintracht Frankfurt síðasta sumar. Verðmiðinn á Jovic er talinn vera 31 milljón punda.
Jovic hefur langt í frá sýnt mikið í hvítu treyjunni en hann var keyptur frá Eintracht Frankfurt síðasta sumar. Verðmiðinn á Jovic er talinn vera 31 milljón punda.
Heimildirnar fyrir þessu koma frá Daily Star og segir miðillinn að þessi 22 ára Serbi sé ekki í framtíðarplönum Real Madrid.
Leicester vildi fá Jovic fyrir tímabilið sem enn er í gangi en átti ekki roð í tilboð Real síðasta sumar. Jovic hefur skorað einungis tvö mörk í 25 leikjum á leiktíðinni.
Jovic er í sóttkví þessa stundina þar sem vinur hans greindist með kórónaveiruna og má því ekki æfa með Real.
Athugasemdir