Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   lau 10. júlí 2021 14:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aron Elís skoraði í jafntefli OB gegn St. Pauli
Aron Elís Þrándarsson var í liði OB sem mætti þýska liðinu St. Pauli í æfingarleik í dag.

St. Pauli var 1-0 yfir í hálfleik en eftir fjórar mínútur í síðari hálfleik jafnaði Aron Elís metin fyrir OB. Danirnir komust síðan yfir 10 mínútum síðar en St. Pauli náði að jafna þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Þetta var síðasti æfingarleikur OB áður en tímabilið hefst.

OB mætir Midtylland í fyrsta leik dönsku úrvalsdeildarinnar föstudaginn næstkomandi.
Athugasemdir