Lagið 'Ferðalok', það fylgir okkur Íslendingum hvert sem við förum. Það hefur orðið að eins konar þjóðsöngi fyrir íþróttaliðin okkar.
Í kvöld lauk U19 landslið karla keppni á Evrópumótinu er þeir gerðu markalaust jafntefli við Grikkland.
Strákarnir tóku tvö stig í riðlinum en það var ekki nóg til að komast áfram í undanúrslit.
Íslenska liðið hefur fengið frábæran stuðning hér úti, sérstaklega í síðustu tveimur leikjunum. Eftir leik í kvöld tók stuðningsfólkið upp á því að syngja lagið fallega: 'Ég er kominn heim'. Það þurfti enga tónlist undir enda er þetta lag sem Íslendingar kunna utanbókar.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu; gæsahúðin var í hámarki. Þó strákarnir séu að kveðja þetta mót, þá mega þeir vera mjög stoltir af sinni frammistöðu. Framtíðin er björt.
Athugasemdir