Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   mið 10. júlí 2024 10:18
Elvar Geir Magnússon
Logi Hrafn aftur í bann - HK án fyrirliðans
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Hrafn Róbertsson leikmaður FH fékk sitt sjöunda gula spjald í Bestu deildinni á tímabilinu þegar Hafnarfjarðarliðið gerði 1-1 jafntefli við KA á mánudaginn.

Hann er því aftur kominn í bann og getur ekki spilað gegn HK í Kaplakrikanum á mánudagskvöld.

HK verður án fyrirliða síns, Leifs Andra Leifssonar, í þeim leik þar sem hann hefur safnað fjórum gulum spjöldum.

Fimm í Lengjudeildinni í bann
Í Lengjudeild karla voru Kristófer Kristjánsson í Þór og Tareq Shihab í Gróttu úrskurðaðir í bann vegna uppsafnaðra áminninga.

Í næstu umferð verða þrír í banni þar sem þeir fengu rautt í síðustu umferð. Það eru Nuno Malheiro og Éric Vales í Grindavík og Arnór Ingi Kristinsson í Leikni.
Athugasemdir
banner
banner
banner