Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   mið 10. júlí 2024 10:07
Elvar Geir Magnússon
Sveinn Sigurður í Vestra (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Markvörðurinn Sveinn Sigurður Jóhannesson hefur skrifað undir samning við Vestra.

Sveinn sem er uppalinn hjá Stjörnunni, gengur til liðs við Vestra frá Val þar sem hann spilaði sjö leiki á síðasta tímabili.

„Sveinn er mættur á Vestfjarðakjálkann og tók þátt í sinni fyrstu æfingu í gær. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn í Vestra," segir í tilkynningu félagsins.

Sveinn Sigurður, sem er 29 ára, var án félags eftir að hafa yfirgefið Val eftir síðustu leiktíð.

William Eskelinen er aðalmarkvörður Vestra og á Sveinn Sigurður væntanlega að koma inn með samkeppni fyrir hann.

Vestri situr í ellefta sæti Bestu deildarinnar.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 10 3 1 34 - 14 +20 33
2.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
3.    Breiðablik 14 8 3 3 29 - 17 +12 27
4.    ÍA 13 7 2 4 32 - 17 +15 23
5.    FH 13 6 3 4 23 - 22 +1 21
6.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
7.    Stjarnan 14 5 2 7 25 - 29 -4 17
8.    KA 14 4 3 7 22 - 29 -7 15
9.    KR 14 3 5 6 23 - 26 -3 14
10.    HK 13 4 1 8 15 - 31 -16 13
11.    Vestri 14 3 2 9 17 - 35 -18 11
12.    Fylkir 13 2 2 9 18 - 36 -18 8
Athugasemdir
banner
banner
banner