Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   mið 10. júlí 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tóku ekki eftir Ronaldo fyrr en að leik loknum
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Portúgal varð Evrópumeistari árið 2016 eftir sigur á Frakklandi í úrslitaleik. Cristiano Ronaldo meiddist í úrslitaleiknum en hann var eftirminnilega mjög líflegur á hliðarlínunni í leiknum og um tíma var eins og hann væri þjálfari liðsins.

Einhverjir hafa haldið því fram að Ronaldo hafi haft gífurleg áhrif á portúgalska liðið frá hliðarlínunni í leiknum og hann hafi leitt liðið áfram til sigurs þar.

En Jose Fonte, fyrrum varnarmaður Portúgal, segir það ekki passa. Hann og aðrir leikmenn liðsins hafi ekki tekið eftir Ronaldo á hliðarlínunni.

„Við vorum einbeittir á að reyna að vinna leikinn. Við sáum bara hvað gerðist á myndböndum eftir leik," sagði Fonte nýverið.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá vorum við bara að einbeita okkur að vinna leikinn."

Ronaldo, sem er í dag 39 ára, spilaði með Portúgal á EM í sumar og átti hann ekki gott mót.
Athugasemdir
banner
banner