Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   fim 10. júlí 2025 23:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Icelandair
EM KVK 2025
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vonsvikin en að sama skapi stolt af stelpunum. Við gáfumst aldrei upp og skoruðum þrjú góð mörk. Það eru mjög blendnar tilfinningar," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður Íslands, eftir 4-3 tap gegn Noregi í lokaleik Evrópumótsins í kvöld.

Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu og vonbrigðin eru mikil.

„Þær eru mjög góðar," sagði Ingibjörg um norska liðið. „Það var erfitt að verjast þeim í dag."

Ingibjörg segir að síðustu dagar hafi verið erfiðir.

„Maður vill náttúrulega vinna leikinn og það var ekkert erfitt að peppa sig í að vinna. En allt ferlið... maður er að syrgja þetta mót. Maður er að upplifa síðasta daginn á hótelinu, síðasta æfingin í gær... þetta er ömurleg tilfinning. Þetta er erfitt. Mér fannst við ná okkur upp ágætlega í dag en svo fáum við smá mótlæti og þá er erfitt að fara upp með hausinn."

„Persónulega held ég að það muni taka langan tíma að vinna úr þessu. Þetta er bara ömurlegt. Maður þarf að taka sér gott frí núna og reyna að líta á björtu hliðarnar, reyna að taka það jákvæða og vinna í því neikvæða."

Ingibjörg segir íslenska liðið geta lært ýmislegt af þessu móti en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner