
„Vonsvikin en að sama skapi stolt af stelpunum. Við gáfumst aldrei upp og skoruðum þrjú góð mörk. Það eru mjög blendnar tilfinningar," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður Íslands, eftir 4-3 tap gegn Noregi í lokaleik Evrópumótsins í kvöld.
Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu og vonbrigðin eru mikil.
Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu og vonbrigðin eru mikil.
„Þær eru mjög góðar," sagði Ingibjörg um norska liðið. „Það var erfitt að verjast þeim í dag."
Ingibjörg segir að síðustu dagar hafi verið erfiðir.
„Maður vill náttúrulega vinna leikinn og það var ekkert erfitt að peppa sig í að vinna. En allt ferlið... maður er að syrgja þetta mót. Maður er að upplifa síðasta daginn á hótelinu, síðasta æfingin í gær... þetta er ömurleg tilfinning. Þetta er erfitt. Mér fannst við ná okkur upp ágætlega í dag en svo fáum við smá mótlæti og þá er erfitt að fara upp með hausinn."
„Persónulega held ég að það muni taka langan tíma að vinna úr þessu. Þetta er bara ömurlegt. Maður þarf að taka sér gott frí núna og reyna að líta á björtu hliðarnar, reyna að taka það jákvæða og vinna í því neikvæða."
Ingibjörg segir íslenska liðið geta lært ýmislegt af þessu móti en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir