Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 10. ágúst 2020 11:12
Magnús Már Einarsson
Breiðablik fær Rosenborg - Víkingur til Slóveníu og FH fær heimaleik
Breiðablik mætir Rosenborg.
Breiðablik mætir Rosenborg.
Mynd: Hulda Margrét
Breiðablik mætir Rosenborg frá Noregi í 2. umferð Evrópudeildarinnar en dregið var nú rétt í þessu.

Rosenborg endaði í 2. sæti í norsku úrvalsdeildinni í fyrra. Árið 2018 var Valur nálægt því að slá Rosenborg út en Norðmennirnir höfðu betur 3-2 samanlagt eftir umeildan vítaspyrnudóm.

FH mætir Dunajska Streda frá Slóvakíu. Dunajska endaði í 3. sæti í úrvaldseildinni í Slóvakíu á síðasta tímabili en liðið er með þrjú stig eftir eina umferð í ár.

Bikarmeistarar Víkings heimsækja Olimpija Ljubljana frá Slóveníu. Ljubljana endaði í 3. sæti í úrvalsdeildinni í Slóveníu á síðasta tímabili.

Leikirnir fara fram 27. ágúst næstkomandi en ekki er leikið heima og að heiman eins og vanalega. FH fékk heimaleik en Breiðablik og Víkingur R. eiga leiki á útivelli. FH þarf að vonast eftir að knattspyrnuleikir verði leyfðir á Íslandi fyrir 27. ágúst til að leikurinn geti farið fram á Kaplakrikavelli

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner