Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 10. ágúst 2022 16:28
Elvar Geir Magnússon
Sarr á leið til Leeds
Ismaila Sarr í landsleik með Senegal.
Ismaila Sarr í landsleik með Senegal.
Mynd: EPA
Ismaila Sarr hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu en hann hefur farið afskaplega vel af stað á nýju tímabili með Watford í ensku Championship-deildinni.

Í síðasta leik skoraði hann með skoti úr miðjuboganum.

Leeds United vill fá hann til að fylla skarð Raphinha sem fór til Barcelona.

Samkvæmt heimildum Footmercato er Leeds að ná samkomulagi við Warford um kaupverðið á hinum 24 ára gamla Sarr.

Um leið hefur Leeds verið í viðræðum við umboðsmann Sarr og þær hafa gengið vel.

Í slúðurpakkanum í morgun var talað um að Manchester United hefði áhuga á Sarr.
Athugasemdir
banner