Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   lau 10. ágúst 2024 14:37
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Leeds byrjar á sex marka jafntefli
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fyrsta umferð ensku Championship deildarinnar hófst í dag þar sem 23 mörk voru skoruð í 8 leikjum.

Leeds United tók á móti nýliðum Portsmouth og gerðu liðin fjörugt sex marka jafntefli þar sem þau skiptust á að taka forystuna.

Heimamenn í Leeds voru sterkari aðilinn en gestirnir nýttu færin sín vel og skópu þannig dýrmætt stig. Pascal Struijk, Wilfried Gnonto og Brendan Aaronson gerðu mörk Leeds í leiknum.

Staðan var jöfn 2-2 eftir 90 mínútur en Portsmouth náði forystunni í uppbótartíma áður en Leeds jafnaði í annað sinn í leiknum.

Sunderland fer þá vel af stað með sigri í Wales og þá var Josh Maja hetja umferðarinnar með að setja þrennu í sigri West Browich Albion á útivelli gegn QPR.

Cardiff City 0 - 2 Sunderland
0-1 Luke O'Nien ('18 )
0-2 Jack Clarke ('89 )

Hull City 1 - 1 Bristol City
0-1 Fally Mayulu ('84 )
1-1 Oscar Estupinan ('90 , víti)

Leeds 3 - 3 Portsmouth
1-0 Pascal Struijk ('10 , víti)
1-1 Elias Sorensen ('23 )
1-2 Callum Lang ('41 )
2-2 Wilfried Gnonto ('46 )
3-2 Brenden Aaronson ('90 )
3-3 Callum Lang ('90 , víti)

Middlesbrough 1 - 0 Swansea
1-0 Emmanuel Latte Lath ('25 , víti)

Millwall 2 - 3 Watford
0-1 Edo Kayembe ('22 )
0-2 Giorgi Chakvetadze ('55 )
1-2 Duncan Watmore ('74 )
2-2 Duncan Watmore ('88 )
2-3 Mileta Rajovic ('90 )

Oxford United 2 - 0 Norwich
1-0 Mark Harris ('28 )
2-0 Cameron Brannagan ('58 )

QPR 1 - 3 West Brom
1-0 Lucas Andersen ('16 )
1-1 Josh Maja ('26 )
1-2 Josh Maja ('51 )
1-3 Josh Maja ('65 )

Stoke City 1 - 0 Coventry
1-0 Lewis Baker ('78 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner