Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. september 2019 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tirana, Albanía
Einn framherji eða tveir? - „Fín breidd í hópnum"
Albanía - Ísland í kvöld klukkan 18:45
Icelandair
Frá landsliðsæfingu í gær.
Frá landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV, ræddi við Fótbolta.net í þann mund er íslenska landsliðið var að hefja lokaæfingu sína fyrir leikinn gegn Albaníu í undankeppni EM 2020 í gær.

Leikurinn við Albaníu er í kvöld og hefst hann klukkan 18:45.

Fótbolti.net setti saman líklegt byrjunarlið fyrir leik kvöldsins í gær. Við spáðum því að Ísland myndi fara í 4-5-1 og inn í liðið myndu koma Rúnar Már Sigurjónsson og Emil Hallfreðsson, fyrir Jón Daða Böðvarsson og Arnór Ingva Traustason.

Kolbeinn Sigþórsson yrði þá fremsti maður, en spurning er hvort að hann sé tæpur

Haukur var spurður út í byrjunarliðið í kvöld.

„Ég held að það verði svipað því sem verði á laugardaginn. Það er spurning hvort það verði tveir framherjar eða einn, þeir hafa oft fallið í að vera með einn framherja á útivöllum, og jafnvel á heimavelli líka. Mér finnst ekki ólíklegt að það verði breytt um taktík. Spurning er hvort Kolbeinn sé til í tvo byrjunarliðsleiki með svo stuttu millibili," sagði Haukur.

„Ég gæti séð fyrir mér að annar hvort þeirra byrji (Jón Daði eða Kolbeinn). Það er erfitt að spá í spilin. Við erum með marga góða kosti, það er fín breidd í hópnum."

„Varnarlínan verður líklega nákvæmlega eins. Ari Freyr hitti á frábæran leik og Hjörtur Hermanns er að koma mjög vel inn í hægri bakvarðarstöðuna. Ég hugsa að það verði ekki alltof margar breytingar, kannski ein eða tvær," sagði Haukur.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Haukur Harðar: Þeir eru mjög særðir
Athugasemdir
banner
banner
banner