þri 10. september 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Giggs: Ekki hægt að stöðva Daniel James
Byrjar tímabilið af krafti.
Byrjar tímabilið af krafti.
Mynd: Getty Images
„Hann er einn af þessum leikmönnum sem þú veist hvað er að fara að gera en þú getur ekki stöðvað það," sagði Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales, um kantmanninn Daniel James eftir 1-0 sigur á Hvíta-Rússlandi í gær.

James skoraði sigurmarkið í gær og er nú kominn með fjögur mörk í síðustu sex leikjum með Wales og Manchester United.

Hinn 21 árs gamli James kom til Manchester United frá Swansea í sumar og Giggs er spenntur fyrir framtíð hans.

„Þegar ég sá DJ fyrst, eins og alla aðra unga kantmenn, þá gat hann bætt sig í úrslitasendingunni og að skora fleiri mörk. Hann er að gera það."

„Að gera það sem hann hefur gert í byrjun tímabilsins er ótrúlegt. Næsta skref er auðvitað að ná stöðugleika. Hann hefur sýnt hann hingað til og hann þarf að halda áfram. Ég er ekki í vafa um að það muni gerast því hann vill verða bestur."

Athugasemdir
banner
banner
banner