Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 10. september 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Matthew McConaughey í eigendahópi Austin FC
Bandaríska MLS deildin stækkar ört og eru ný félög að bætast við á hverju tímabili.

Austin FC er meðal nýrra félaga og mætir til leiks eftir tvö ár. Anthony Precourt er meirihlutaeigandi félagsins og kynnti hann nýja minnihutaeigendur til leiks í ágúst.

Þeirra á meðal er stórleikarinn Matthew McConaughey sem er frægur fyrir leik sinn í hinum ýmsu kvikmyndum undanfarna þrjá áratugi.

Knattspyrna er í mikilli sókn víðsvegar um heim um og er sérstaklega mikil þróun í gangi í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner