þri 10. september 2019 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Elbasan, Albanía
Óhress Erik Hamren lét vallarstarfsmenn heyra það
Icelandair
Hamren skoðar grasið og kemst að því að það er skrjáfa þurrt.
Hamren skoðar grasið og kemst að því að það er skrjáfa þurrt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands var ekki allt of sáttur með lífið í upphafi æfingar liðsins á Elbasan Arena í gær.

Ísland mætir Albaníu á vellinum í undankeppni EM 2020 klukkan 18:45 í kvöld og fékk því að æfa þar í gær.

Hamren gekk fyrstur manna inn á völlinn og var ósáttur við að hann hafi ekki verið vökvaður og kvartaði í starfsmönnum vallarins.

Hratt var brugðist við og innan skamms var byrjað að vökva.

Æfingin var svo rétt hafin þegar lag með Ariana Grande byrjaði að hljóma á hæsta styrk í hljóðkerfinu, nokkuð slitrótt.

Hamren kvartaði aftur og undir eins var slökkt á græjunum svo sá sænski var glaður það sem eftir var. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af honum á æfingunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner