Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 10. september 2020 17:30
Fótbolti.net
Best í 9. umferð: Með það bakvið eyrað að vera markahæst
Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Sveindís Jane Jónsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara geggjað og ég er mjög ánægð hvernig við komum til baka í seinni hálfleik og að við höfum ekki bara hætt eftir að hafa fengið þetta mark í andlitið," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í gær.

Sveindís var valinn í íslenska landsliðshópinn í dag en hún er leikmaður umferðarinnar í annað skipti í sumar eftir að hafa skorað tvö mörk og lagt upp eitt í leiknum í gær.

Sveindís spilaði á kantinum fyrri hluta tímabils en eftir að Berglind Björg Þorvaldsdóttir fór til Le Havre í Frakklandi á dögunum þá er Sveindís farin að spila fremst á vellinum. Sveindís þekkir það að spila frammi en hefur lengi gert það hjá Keflavík.

„Ég er vön því að spila upp á topp svo þetta er ekki beint ný staða fyrir mig en vissulega ný staða í nýju liði. Ég er mjög ánægð með það og finn mig mikið betur frammi. Ég er mikið vanari að spila þar og finnst það mjög gaman."

Sveindís er nú komin með 10 mörk í deildinni og í harðri baráttu um gullskóinn. Berglind BJörk skoraði tólf mörk áður en hún fór til Frakklands og Elín Metta Jensen er með ellefu.

„Ég er mjög ánægð með mörkin, Mér er svo sem sama hver skorar en auðvitað er gaman að skora. Er virkilega sátt með allar stelpurnar í dag. Ég hugsa meira um liðið en það er auðvitað alveg á bakvið eyrað að vera markahæst."

Breiðablik er í dag í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir Val. Breiðablik á leik til góða og ljóst er að einvígi verður á milli þessara félaga um titilinn.

„Ég held það verði það eins og fólk hefur verið að tala um. Það er langt í þriðja sætið," sagði Sveindís en Valur og Breiðablik mætast 30. september.

Viðtalið við Sveindísi má sjá í heild sinni hér að neðan.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 1. umferð - Katla María Þórðardóttir (Fylkir)
Best í 2. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Best í 3. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Best í 6. umferð - Katrín Ásbjörnsdóttir (KR)
Best í 7. umferð - Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Best í 8. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
Best í 10. umferð - Cecilia Rán Rúnarsdóttir (Fylkir)
Best í 11. umferð - Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Best í 12. umferð - Erin McLeod (Stjarnan)
Best í 13. umferð - Phoenetia Browne (FH)
Sveindís: Finn mig betur í þessari stöðu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner