Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. september 2020 14:58
Elvar Geir Magnússon
Elfar Freyr lýkur 392 daga banni frá bikarkeppninni eftir kvöldið
Elfar Freyr Helgason.
Elfar Freyr Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og KR mætast í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en þetta verður síðasti leikur Elfars Freys Helgasonar, varnarmanns Breiðabliks, í banni frá bikarkeppninni.

Elfar fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins gegn Víkingi R. í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra, fyrir 392 dögum, en hann átti ljóta tæklingu á Ágúst Eðvald Hlynsson.

Eftir að Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, lyfti rauða spjaldinu missti Elfar stjórn á skapi sínu og tók spjaldið af honum og henti því á gervigrasið.

Hann var dæmdur í þriggja leikja bann frá bikarleikjum í kjölfarið.

Ef Breiðablik vinnur í kvöld og kemst í undanúrslit verður Elfar löglegur þar.

Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingur Fótbolta.net, spáir því að Breiðablik vinni leikinn í kvöld eftir framlengingu.

Mjólkurbikar karla í dag: 8-liða úrslit
16:30 FH - Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
19:15 Breiðablik - KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Valur - HK (Origo völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner