Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 10. september 2020 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: PSG tapaði fyrsta leik - Án margra lykilmanna
Paris Saint-Germain tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í frönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

PSG heimsótti Lens og niðurstaðan var 1-0 sigur nýliða Lens. Kamerúninn Ignatius Kpene Ganago skoraði eina mark leiksins eftir 12 mínútur í síðari hálfleik.

Það vantaði marga lykilmenn í lið PSG. Neymar, Kylian Mbappe, Kaylor Navas, Angel Di Maria og Mauro Icardi voru allir frá eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.

Byrjunarlið PSG: Bulka, Kehrer, Kimpembe, Kurzawa, Bernat, Herrera, Gueye, Verratti, Ruiz-Atil, Sarabia, Kalimuendo.
Athugasemdir
banner