
Farið var yfir leiki 8-liða úrslitana í Mjólkurbikarnum á Stöð 2 Sport í kvöld.
FH vann 3-0 sigur á Stjörnunni í Kaplakrika. Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, var harðlega gagnrýndur fyrir vinnu sína í varnarveggnum í þriðja marki FH. Þórir Jóhann Helgason skoraði þá beint úr aukaspyrnu.
Þegar Þórir tók spyrnuna steig Hilmar til hliðar og það bjó til gat í varnarveggnum.
„Hilmar ákveður að færa sig aðeins og snemma úr veggnum. Hann nýtir þetta gríðarlega vel," sagði Þorkell Máni Pétursson.
Hjörvar Hafliðason, Dr Football, lét Hilmar heyra það. „Hann á að skammast sín fyrir þetta. Þetta er eitthvað það allra aumasta sem ég hef séð."
„Hann á kannski inni tíu svona mörk miðað við allt sem hann hefur gert," sagði Máni.
Lesa má nánar um leikinn hérna.
Athugasemdir