Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. september 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Jón Þór í banni gegn Lettum - Þórður inn í þjálfarateymið
Icelandair
Þórður Þórðarson
Þórður Þórðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Þórðarson, þjálfari U19 ára landsliðs kvenna, mun koma inn í þjálfarateymi A-landsliðsins fyrir komandi leiki gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM.

Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, er í banni gegn Lettum eftir að hafa fengið rauða spjaldið í fyrri leik liðanna í fyrra.

Þórður mun koma inn í þjálfarateymið og aðstoða Ian Jeffs, aðstoðarþjálfara, sem stýrir leiknum gegn Lettum. Þórður verður einnig með liðinu í leiknum gegn Svíum.

„Við tökum Þórð Þórðarson, þjálfara U19 ára liðsins, inn í þetta verkefni með okkur. Við höfum unnið náið saman með þessum liðum en því miður hefur ekki tekist að vera saman í verkefnum áður af því að U19 ára liðið er yfirleitt að spila á sama tíma," sagði Jón Þór við Fótbolta.net í dag.

„Við höfum lengi stefnt að þessu til að auka samstarfið á milli þessara liða. Það eru margir leikmenn í hópnum sem hafa verið í U19 ára liðinu á undanförnu tveimur árum. Það er virkilega ánægjulegt að Þórður getur verið með okkur í þessu verkefni."

Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli 17. september og fimm dögum síðar leikur liðið toppslag gegn Svíum.
Jón Þór: Hefðum vel getað valið þessa leikmenn fyrr í landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner