Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 10. september 2022 20:06
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Einherji með annan fótinn í 3. deild
Einherji fór illa með Ými
Einherji fór illa með Ými
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Árbær vann Hvíta riddarann
Árbær vann Hvíta riddarann
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Einherji er með annan fótinn í 3. deild eftir að hafa unnið Ými, 5-1, í undanúrslitum 4. deildar karla í dag. Árbær lagði á meðan Hvíta riddarann, 2-1.

Árbær er í ágætis stöðu fyrir síðari leikinn gegn Hvíta riddaranum og það þökk sé sjálfsmarki undir lokin.

Eiríkur Þór Bjarkason kom Hvíta riddaranum yfir á 30. mínútu en Eyþór Ólafsson var fljótur að svara og jafnaði aðeins átta mínútum síðar.

Undir lok leiks skoraði Kári Jökull Ingvarsson, leikmaður Hvíta riddarans, sjálfsmark og hafði því Árbær betur, 2-1.

Í hinum undanúrslitaleiknum vann Einherji öruggan 5-1 sigur á Ými er liðin mættust í Kórnum. Gestirnir náðu þriggja marka forystu í leiknum í gegnum Stefan Balev, Rubén Riesco og Alejandro Lechuga áður en Emil Skorri Þ. Brynjólfsson náði einu í gegn fyrir Ými.

Maxim Iurcu gersamlega gulltryggði sigur Einherja þrettán mínútum síðar og þarf algert kraftaverk til þess að Ýmir komi til baka eftir þetta.

Síðari leikirnir fara fram á miðvikudaginn.

Úrslit og markaskorarar:

Hvíti riddarinn 1 - 2 Árbær
1-0 Eiríkur Þór Bjarkason ('30 )
1-1 Eyþór Ólafsson ('38 )
1-2 Kári Jökull Ingvarsson ('91 , Sjálfsmark)

Ýmir 1 - 5 Einherji
0-1 Stefan Penchev Balev ('27 )
0-2 Rubén Menéndez Riesco ('32 )
0-3 Alejandro Barce Lechuga ('54 )
1-3 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('67 )
1-4 Alejandro Barce Lechuga ('68 )
1-5 Maxim Iurcu ('75 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner