Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   þri 10. september 2024 19:06
Ívan Guðjón Baldursson
Býst við að halda Musiala: Verður andlit FC Bayern í framtíðinni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Max Eberl, yfirmaður fótboltamála hjá FC Bayern, hefur mikla trú á því að Jamal Musiala verði áfram hjá félaginu þrátt fyrir orðróma um að hann sé að íhuga brottför.

Musiala er með tvö ár eftir af samningi sínum við Bayern en hann er aðeins 21 árs gamall og er algjör lykilmaður í sóknarleik félagsins, sem og þýska landsliðsins.

Manchester City og Real Madrid eru meðal áhugasamra félaga sem vilja fá Musiala í sínar raðir, enda er hér um að ræða einn af mest spennandi leikmönnum heimsfótboltans í dag.

„Við munum leggja einbeitingu á viðræður við Jamal Musiala. Við viljum að hann sé andlit FC Bayern í framtíðinni," sagði Eberl.

„Jamal er afar sjaldgæfur leikmaður. Ferðalag hans hjá Bayern er bara nýbyrjað. Hann er hungraður í titla."

Herbert Hainer forseti Bayern tók undir orð Eberl.

„Við munum gera allt í okkar valdi til að halda honum hjá félaginu. Að mínu mati getur hann orðið næsti Thomas Müller. Hann gæti verið hjá félaginu næstu 20 árin."
Athugasemdir
banner
banner
banner