Magnús Már Einarsson skrifar frá Álaborg

,,Þetta eru fín úrslit. Ég held að það þurfi að athuga með þessa Eþíópíubúa. Við getum hlaupið meira en þeir," sagði Guðmundur Þórarinsson léttur í bragði eftir markalausa jafnteflið gegn Dönum í kvöld.
Guðmundur og liðsfélagar hans í U21 árs landsliðinu vörðust gríðarlega vel í kvöld og þurftu að hlaupa mikið.
Guðmundur og liðsfélagar hans í U21 árs landsliðinu vörðust gríðarlega vel í kvöld og þurftu að hlaupa mikið.
,,Í seinni leiknum verður mikilvægt að halda boltanum betur og hvílast aðeins þannig."
Guðmundur er öflugur tónlistarmaður og hann lofar að rífa upp gítarinn ef vel fer í síðari leiknum á þriðjudag.
,,Það er alveg klárt. Það verður opið á English eða eitthvað á þriðjudegi. Við megum samt ekki hugsa svo langt. Við þurfum að gera vel í leiknum en ég lofa að grípa í gítarinn ef við vinnum."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir