Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fim 10. október 2019 20:02
Fótbolti.net
Óli Jó hafnaði að taka við Fylki
Óli á Fylkisvellinum.
Óli á Fylkisvellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson er búinn að hafna því að taka við þjálfun Fylkis. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Ólafur hefur þjálfað Val frá 2014 með mjög góðum árangri, hann gerði liðið tvisvar að Íslandsmeisturum og tvisvar að bikarmeisturum. Hins vegar var samningur hans ekki framlengdur eftir tímabilið sem kláraðist í síðasta mánuði.

Heimir Guðjónsson var ráðinn þjálfari Vals í hans stað.

Fylkir er í þjálfaraleit eftir að ákveðið var að halda ekki samstarfi áfram við Helga Sigurðsson.

Árbæingar vildu fá Ólaf til starfa, en hann hafnaði því.

„Ég held ég geri það nú eða ég vona það. Eftir þetta tímabil sem er búið að vera mjög erfitt er maður samt svolítið tómur og ekki mikil löngun í fótbolta eða að hugsa um fótbolta. En það kemur pottþétt þegar ég er búinn að fara í smá frí," sagði Óli spurður að því hvort hann ætlaði að halda áfram í þjálfun eftir lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar þann 28. september síðastliðinn.

Davíð Snorri Jónasson og Ágúst Gylfason eru á meðal annarra þjálfara sem hafa verið orðaðir við Fylkisstarfið. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net mun Davíð ekki taka við liðinu en hann mun halda áfram störfum hjá KSÍ þar sem hann er þjálfari U17 ára landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner