Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörður Keflavíkur, mun í næstu viku fara til danska félagsins SönderjyskE á reynslu. U21 landsliðsmaðurinn Ísak Óli Ólafsson fór frá Keflavík til SönderjyskE í sumar.
„Þeir hafa verið mjög ánægðir með Ísak Óla og sýndu áhuga á að fá Rúnar Þór til æfinga í viku sem Keflvíkingar tóku vel í," sagði umboðsmaðurinn Guðlaugur Tómasson í samtali við Fótbolta.net.
Rúnar er tvítugur en hann skoraði fjögur mörk í sextán leikjum með Keflavík í Inkasso-deildinni og átti gott tímabil.
Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflvíkinga og bróðir Ísaks, var að koma aftur til Íslands eftir að hafa verið á reynslu hjá Odd Grenland í Noregi.
„Það gekk mjög vel hjá Sindra í ODD en málin þar skýrast fyrst eftir lok tímabils í Noreg í desember þar sem þeir eru að berjast bæði á topp í deild og enn í bikarnum," sagði Guðlaugur.
Athugasemdir