lau 10. október 2020 11:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
20 þúsund áhorfendur leyfðir í úrslitaleiknum í Búdapest
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleik umspilsins um laust sæti á EM í leik sem á að fara fram 12. nóvember í Búdapest.

Eins og staðan er núna lítur út fyrir að 20 þúsund áhorfendur geti stutt við lið Ungverja í þessum mikilvæg leik.

Núgildandi reglur UEFA kveða á um að selja megi í þriðjung sæta á hverjum landsleik. Reglur í hverju landi gilda þó fram yfir reglur UEFA, eins og sást á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld þar sem aðeins 60 stuðningsmenn voru í stúkunni.

Puskas leikvangurinn í Búdapest rúmar ríflega 67 þúsund áhorfendur og samkvæmt ungverskum miðlum fara 20 þúsund miðar í almenna sölu þegar miðasalan hefst eftir tvær vikur.

Ungverskir stuðningsmenn voru sjóðandi heitir þegar Ísland mætti Ungverjalandi síðast. Sá leikur fór fram á EM2016 í Frakklandi. Þá var m.a. blysum kastað í átt að Hannesi Þór Halldórssyni, markmanni, og varnarmönnum íslenska liðsins.
Athugasemdir
banner
banner