Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. október 2020 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjartan Henry líður eins og hann sé að loka hringnum
Heimkoma á næsta ári?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaður Kjartan Henry Finnbogason segir að það myndi ekki koma sér á óvart ef hann kæmi heim næsta sumar.

Kjartan gekk í vikunni aftur í raðir Horsens í Danmörku. Hinn 34 ára gamli Kjartan Henry losnaði undan samningi hjá Vejle eftir að hafa verið úti í kuldanum þar undanfarið.

Kjartan Henry skoraði 54 mörk í 130 leikjum með Horsens áður en hann fór til Ferencvaros í Ungverjalandi árið 2018. Kjartan skoraði 17 mörk í 30 leikjum í dönsku B-deildinni í fyrra og hjálpaði Vejle að komast upp í efstu deild.

Krafta Kjartans var ekki lengur óskað hjá Vejle en hann segir í samtali við 433 að ýmislegt hafi gengið á.

Hann var orðaður við KR áður en hann samdi við Horsens og segir hann að hugurinn leiti heim.

„Strákurinn okkar sem er fjögurra ára er fæddur hérna í Danmörku, dóttir mín er 9 ára og hefur verið hér í fimm ár og er nánast dönsk. Við erum alltaf Íslendingar og komum heim, konan mín er komin í flotta vinnu. Það kæmi mér ekki á óvart ef heimkoman yrði næsti sumar þegar samningurinn er frá," sagði Kjartan Henry.

„Ég átti frábær ár með Horsens síðast, við fórum úr því að verða gjaldþrota yfir í það að verða flottur klúbbur í úrvalsdeild. Stærsta ástæða þess að ég valdi að koma hingað aftur er að ég er fimmtán mínútur að keyra á æfingu. Mér líður eins og ég sé að loka hringnum, ég kom hingað frá KR 2014 og er núna að loka hringnum erlendis aftur hérna. Mér finnst eitthvað fallegt við það."

Viðtalið má lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner