Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. október 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndi ganga frá Ítalíu aftur til Watford
Ashley Young.
Ashley Young.
Mynd: Getty Images
Ashley Young segist vera til í að ganga frá Ítalíu til Watford ef hann fengi tækifæri til að spila aftur með félaginu þar sem ferill hans hófst.

Young kom upp unglingastarfi Watford og spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið árið 2003. Hann spilaði 107 leiki í öllum keppnum fyrir Watford áður en hann gekk í raðir Aston Villa.

Hann hefur síðan þá spilað með Manchester United og er í dag leikmaður Inter.

Samningur hans við Inter klárast eftir þessa leiktíð og sér hann þá fyrir sér að fara aftur til Watford, sem spilar í næst efstu deild á Englandi.

„Ég myndi ganga frá Ítalíu núna," sagði Young um möguleikann á því að spila aftur fyrir Watford í samtali við hlaðvarp félagsins. „Þetta er það sem ég þekki, þaðan kem ég, þarna fékk ég að vera sá sem ég er og komast á þann stað sem ég er á."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner