Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 10. október 2020 14:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjóðadeildin: Svartfjallaland með fullt hús - Sinani skoraði tvö
Stevan Jovetic í leik með Manchester City á sínum tíma.
Stevan Jovetic í leik með Manchester City á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum er lokið í Þjóðadeildinni þennan laugardaginn. Leikið var í C-deildini, riðli 1.

Svartfjallaland var á toppi riðilsins eftir tvo leiki og er það áfram eftir þriðju umferðina. Svartfellingar lögðu Aserbaísjan á heimavelli í dag. Fyrrum leikmaður Manchester City, Stevan Jovetic, skoraði fyrra mark heimamanna og Igor Ivanovic skoraði það seinna. Liðsfélagi Ísaks Bergmanns hjá Norrköping, Sead Haksabanovic, lagði upp fyrra markið.

Í hinum leiknum vann Lúxemborg 2-0 heimasigur á Kýpur. Daniel Sinani skoraði bæði mörk heimamanna.

Svartfellingar eru með níu stig í efsta sæti, Lúxemborg er með sex stig, Aserbaísjan er með þrjú stig og Kýpur er án stiga.

Lúxemborg 2 - 0 Kýpur
1-0 Danel Sinani ('12 )
2-0 Danel Sinani ('26 )

Svarftfjallaland 2 - 0 Aserbaísjan
1-0 Stevan Jovetic ('9 )
2-0 Igor Ivanovic ('72 )

Athugasemdir
banner
banner
banner