Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. október 2021 16:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind Björg skoraði í sögulegum leik
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif spilaði í góðum sigri Kristianstad, sem er í baráttu um þriðja sætið í Svíþjóð.
Sif spilaði í góðum sigri Kristianstad, sem er í baráttu um þriðja sætið í Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný spilaði fyrir AC Milan.
Guðný spilaði fyrir AC Milan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði í sögulegum leik í Svíþjóð í dag.

Það var sett áhorfendamet þegar erkifjendurnir Hammarby og AIK áttust við í Íslendingaslag. Berglind skoraði þriðja mark Hammarby á mikilvægum tímapunkti, stuttu eftir að AIK minnkaði muninn í 2-1.

Hammarby vann leikinn að lokum 4-1, frábær sigur. Berglind spilaði 80 mínútur og Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn fyrir AIK, sem er í næst neðsta sæti deildarinnar. Hammarby situr í fimmta sætinu.

Íslendingalið Kristianstad vann flottan 2-0 sigur á Eskilstuna í deildinni í dag. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu hjá Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara Kristianstad. Mikilvægur sigur fyrir Kristianstad, sem er í fjórða sæti - þremur stigum á eftir Eskilstuna í þriðja sæti.

Andrea Mist Pálsdóttir var í byrjunarliðinu hjá Vaxjö í góðum sigri gegn Piteå. Vaxjö hefði fallið ef liðið hefði ekki unnið þennan leik. Liðið er átta stigum frá öruggu sæti þegar þrír leikir eru eftir. Hlín Eiríksdóttir kom inn á sem varamaður hjá Piteå eftir rúmlega klukkutíma leik.

Dagný spilaði í jafntefli
Á Englandi lék Dagný Brynjarsdóttir 80 mínútur er West Ham gerði jafntefli við Birmingham á heimavelli. West Ham tók forystuna snemma í seinni hálfleik, en Birmingham jafnaði metin fljótlega eftir það.

West Ham er í sjötta sæti með átta stig. Á toppnum eftir fyrstu fimm leikina er Arsenal með fullt hús stiga. Arsenal lagði Everton að velli í dag, 3-0.

Chelsea, sem er í öðru sæti, vann 2-0 sigur á Leicester þar sem Pernille Harder og Fran Kirby skoruðu mörkin seint í leiknum.

Alexandra í sigurliði
Miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem varamaður á 71. mínútu í sigri Eintracht Frankfurt gegn SGS Essen í þýsku úrvalsdeildinni.

Hin 21 árs gamla Alexandra hefur ekki enn byrjað leik í deildinni á tímabilinu. Vonandi að það breytist sem fyrst. Frankfurt er í fjórða sæti með 12 stig eftir fimm leiki.

Guðný spilaði með AC Milan
Varnarmaðurinn Guðný Árnadóttir lék í þriggja manna vörn AC Milan gegn Roma. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli; Milan jafnaði snemma í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir.

Guðný er mjög efnileg og gaman að sjá að hún sé að spila fyrir eitt besta lið Ítalíu. Milan er í þriðja sæti eins og er.

Gunnhildur byrjaði og Marta skoraði
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var í byrjunarliði Orlando Pride er liðið tapaði gegn Gotham. Leikurinn byrjaði skelfilega fyrir Orlando og var staðan 0-3 snemma í seinni hálfleiknum.

Gunnhildur fór út af eftir um klukkutíma leik þegar þjálfari Orlando gerði fjórar breytingar með stuttu millibili. Orlando skoraði tvö undir lokin og var brasilíska ofurstjarnan Marta á skotskónum. Það var hins vegar ekki nóg og lokatölur 2-3.

Gunnhildur og hennar stöllur eru í áttunda sæti tíu liðum í Bandaríkjunum. Þær hafa ekki náð að fylgja eftir ágætri byrjun á tímabilinu.

Framundan eru landsliðsverkefni hjá Íslandi en hægt er að sjá hópinn með að smella hérna.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner