fim 07. október 2021 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Landsliðshópurinn - Elín Metta snýr til baka en engin Munda
Icelandair
Elín Metta
Elín Metta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda er í námi í Bandaríkjunum, við Harvard.
Áslaug Munda er í námi í Bandaríkjunum, við Harvard.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, hefur tilkynnt hópinn fyrir leikina tvo í október.

Ísland mætir Tékklandi föstudaginn 22. október og Kýpur þriðjudaginn 26. október í undankeppni HM 2023. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli og hefjast kl. 18:45.

Tékkland er með fjögur stig eftir tvo leiki á meðan Ísland er án stiga eftir einn leik.

Fjórar breytingar eru á hópnum frá því síðast. Telma Ívarsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Berglind Rós Ásgeirsdóttir og Elín Metta Jensen koma inn. Hlín Eiríksdóttir, Diljá Ýr Zomers, Auður Scheving, Áslaug Munda Gunnaugsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir eru ekki í hópnum.

Svava Rós var kölluð inn í síðasta hóp þegar Elín Metta meiddist og Diljá kom inn þegar Hlín meiddist.

Sjá einnig:
Útskýrir breytingar á hópnum - Munda glímir við höfuðmeiðsl

Hópurinn:
Sandra Sigurðardóttir - Valur - 37 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Örebro - 3 leikir
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Breiðablik - 3 leikir
Elísa Viðarsdóttir - Valur - 40 leikir
Guðný Árnadóttir - AC Milan - 11 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 94 leikir, 6 mörk
Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 38 leikir
Guðrún Arnardóttir - Rosengard - 11 leikir
Sif Atladóttir - Kristianstads DFF - 82 leikir
Hallbera Guðný Gísladóttir - AIK - 120 leikir, 3 mörk
Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 93 leikir, 30 mörk
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 81 leikur, 11 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 15 leikir, 2 mörk
Karitas Tómasdóttir - Breiðablik - 5 leikir
Berglind Rós Ágústsdóttir - Örebro - 3 leikir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich - 8 leikir, 3 mörk
Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Hammarby - 53 leikir, 7 mörk
Elín Metta Jensen - Valur - 58 leikir, 16 mörk
Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 38 leikir, 3 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir - Kristianstads DFF - 9 leikir, 2 mörk
Svava Rós Guðmundsdóttir - Bordeaux - 26 leikir, 1 mark
Amanda Jacobsen Andradóttir - Valerenga - 1 leikur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner