Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 10. október 2021 21:48
Brynjar Ingi Erluson
Keane: Foden er eins og Tom Brady
Phil Foden
Phil Foden
Mynd: EPA
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur á ITV, segir að enski landsliðsmaðurinn Phil Foden sé eins og bandaríski leikstjórnandinn Tom Brady.

Foden átti góðan leik er England vann Andorra 5-0 í undankeppni HM í gær. Hann lagði upp eitt mark og var afar líflegur í sóknarleiknum.

Keane er heillaður af Foden og líkti honum við Tom Brady, leikstjórnanda Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni í Bandaríkjunum. Brady er sigursælasti leikstjórnandi ameríska boltans.

„Ég elska amerískan fótbolta og Foden er búinn að vera eins og frábær leikstjórnandi. Hann er búinn að vera eins og Tom Brady, því hann finnur menn alls staðar. Hann er með fljóta menn og er með útherja. Hann lætur þetta líta svo auðveldlega út

„Hann hefur þroskast mikið síðasta árið og hefur spilað í hverri viku með Man City. Hann er yfirleitt að spila stóru leikina og í stærstu keppni Evrópu,"
sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner
banner