Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. október 2021 09:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U21 hópurinn: Fjórir koma inn - Kristian og Hákon ekki
Kristian Nökkvi er ekki með U21 landsliðinu.
Kristian Nökkvi er ekki með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær, leikmaður ÍA, kemur inn í hópinn.
Ísak Snær, leikmaður ÍA, kemur inn í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Portúgal í undankeppni EM 2023.

Leikurinn fer fram þriðjudaginn 12. október á Víkingsvelli. Ísland er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina á meðan Portúgal hefur unnið báða sína leiki.

Hákon Arnar Haraldsson og Kristian Nökkvi Hlynsson, tveir af efnilegustu leikmönnum landsins, voru með síðast - og spiluðu frábærlega - en þeir eru ekki með að þessu sinni þar sem þeir eru að spila í undankeppni með U19 landsliðinu. Þá er markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson í A-landsliðinu og Brynjólfur Andersen Willumsson er ekki með að þessu sinni.

Frá því síðast, þá koma Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Elfsborg í Svíþjóð, Dagur Dan Þórhallsson, miðjumaður Fylkis, Gísli Laxdal Unnarsson og Ísak Snær Þorvaldsson, leikmenn ÍA, inn í hópinn.

Hópurinn:
Hákon Rafn Valdimarsson - Elfsborg
Jökull Andrésson - Morecambe FC
Ísak Óli Ólafsson - Esbjerg fB
Kolbeinn Þórðarson - Lommel SK
Finnur Tómas Pálmason - KR
Ágúst Eðvald Hlynsson - AC Horsens
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia
Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Hacken
Stefán Árni Geirsson - KR
Atli Barkarson - Víkingur R.
Birkir Heimisson - Valur
Sævar Atli Magnússon - Lyngby BK
Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R.
Dagur Dan Þórhallsson - Fylkir
Kristall Máni Ingason - Víkingur R.
Gísli Laxdal Unnarsson - ÍA
Ísak Snær Þorvaldsson - ÍA
Karl Friðleifur Gunnarsson - Víkingur R.
Orri Hrafn Kjartansson - Fylkir
Valgeir Valgeirsson - HK
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner