Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 10. október 2021 20:28
Brynjar Ingi Erluson
Varane fór meiddur af velli - Missir hann af leiknum um helgina?
Raphael Varane, varnarmaður Manchester United á Englandi, fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks í leik Frakklands og Spánar í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar í kvöld.

Varane meiddist er hann reyndi að hreinsa boltann á 43. mínútu og var í kjölfarið skipt af velli.

Hann kom til United frá Real Madrid í sumar og hefur fest sig í sessi í byrjunarliði enska liðsins.

Dayot Upamecano kom inná í stað Varane en það er óvíst hvort hann verði með United gegn Leicester City um næstu helgi.

Harry Maguire hefur einnig verið að glíma við meiðsli hjá United og hefur Victor Lindelöf verið að leysa hann af hólmi. Eric Bailly gæti mögulega fengið tækifærið gegn Leicester.
Athugasemdir
banner
banner