Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   fim 10. október 2024 18:31
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ekkert sérlega vel. Þetta voru vonbrigða úrslit. Við gerum vel út á velli og náum að komast í fínar stöður en náum ekki að breyta því í færi. Þeir skora tvö mörk en við höldum áfram að reyna og reyna en þetta var ekki okkar dagur í dag. Segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, eftir 2-0 tap gegn Litháen.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  2 Litáen U21

Íslenska liðið var aldrei líklegt til afreka gegn liði Litháen sem var stigalaust fyrir leik, Ólafur var spurður hvort um vanmat væri að ræða.

„Þetta var alls ekki vanmat. Það sást á leiknum að við vorum yfir í leiknum sjálfum. Það vantaði upp á hjá okkur á síðasta þriðjung og þeir refsuðu okkur all verulega í vörninni sem gerist í alþjóðafótbolta."

EM draumurinn er úti hjá liðinu en Óli tók við í miðri undankeppni og því bara rétt að byrja í starfi.

„Við horfum á leikinn gegn Dönum og svo horfum við á næstu undankeppni síðar. Þetta er mikilvægur leikur enda eru allir landsleikir mikilvægir. Auðvitað hefðum við viljað fara til Danmerkur með eitthvað undir en það er ekki raunin"

Fullur fókus er því hjá liðinu að sýna sitt rétta andlit í Danmörku.

„Það er ekki spurning, Góð frammistaða og úrslit er það sem við viljum sjá."
Athugasemdir
banner
banner