Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 10. október 2024 18:31
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ekkert sérlega vel. Þetta voru vonbrigða úrslit. Við gerum vel út á velli og náum að komast í fínar stöður en náum ekki að breyta því í færi. Þeir skora tvö mörk en við höldum áfram að reyna og reyna en þetta var ekki okkar dagur í dag. Segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, eftir 2-0 tap gegn Litháen.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  2 Litáen U21

Íslenska liðið var aldrei líklegt til afreka gegn liði Litháen sem var stigalaust fyrir leik, Ólafur var spurður hvort um vanmat væri að ræða.

„Þetta var alls ekki vanmat. Það sást á leiknum að við vorum yfir í leiknum sjálfum. Það vantaði upp á hjá okkur á síðasta þriðjung og þeir refsuðu okkur all verulega í vörninni sem gerist í alþjóðafótbolta."

EM draumurinn er úti hjá liðinu en Óli tók við í miðri undankeppni og því bara rétt að byrja í starfi.

„Við horfum á leikinn gegn Dönum og svo horfum við á næstu undankeppni síðar. Þetta er mikilvægur leikur enda eru allir landsleikir mikilvægir. Auðvitað hefðum við viljað fara til Danmerkur með eitthvað undir en það er ekki raunin"

Fullur fókus er því hjá liðinu að sýna sitt rétta andlit í Danmörku.

„Það er ekki spurning, Góð frammistaða og úrslit er það sem við viljum sjá."
Athugasemdir
banner